Hilmar í þrettánda sæti

Hilmar Snær Örvarsson, til hægri, ásamt þjálfurum sínum eftir fyrri …
Hilmar Snær Örvarsson, til hægri, ásamt þjálfurum sínum eftir fyrri ferðina í morgun. Ljósmynd/ifsport.is

Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í 13. sæti af 40 keppendum í svigi í standandi flokki á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Pyeongchang í Suður-Kóreu í morgun.

Hilmar gerði því enn betur en í stórsviginu í vikunni þar sem hann hafnaði í 20. sæti.

Hann var á samanlagt 1:50,59 mínútu, 14,48 sekúndum á eftir sigurvegaranum Adam Hall frá Nýja-Sjálandi. Sautján keppendur náðu ekki að ljúka keppni og því 23 sem skiluðu sér niður í báðum ferðum.

Hilmar er eini keppandi Íslands á mótinu og hefur nú lokið keppni en hann er aðeins 17 ára gamall.

Hilmar Snær Örvarsson.
Hilmar Snær Örvarsson. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert