Sindri stórbætti sig og náði EM-lágmarki

Sindri Hrafn Guðmundsson.
Sindri Hrafn Guðmundsson. mbl.is/Styrmir Kári

Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, stórbætti í gær sinn besta árangur í spjótkasti er hann kastaði spjótinu 80,49 metra á fyrsta háskólamóti sumarsins hjá Utah State University.

Náði kappinn um leið lágmarki til þess að taka þátt á EM sem fer fram í Berlín í ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Frjálsíþróttasambandsins.

Sindri bætti sinn besta árangur sem var 77,28 metrar  og setti einnig skólamet. Aðeins sjö spjótkastarar hafa náð að kasta lengra en Sindri í ár en Sindri er aukinheldur aðeins fimmti Íslendingurinn frá upphafi til þess að kasta yfir 80 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert