HK í úrslit eftir mikinn viðsnúning

Andreas Hilmir Halldórsson úr HK í leik gegn Þrótti frá …
Andreas Hilmir Halldórsson úr HK í leik gegn Þrótti frá Neskaupstað. mbl.is/Árni Sæberg

HK leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í blaki eftir að hafa snúið blaðinu hressilega við í þriðja leiknum gegn Þrótti frá Neskaupstað í undanúrslitunum í Fagralundi í dag.

Norðfirðingar byrjuðu mun betur en þeir unnu fyrstu hrinu 25:15 og aðra hrinu 25:23 og voru því komnir í vænlega stöðu, 2:0 yfir.

HK jafnaði hins vegar metin, vann 25:18 og 25:18 í þriðju og fjórðu hrinu. Úrslitahrinan var jöfn og tvísýn en HK átti góðan endasprett, vann hana 15:12 og þar með leikinn 3:2.

Gary House og Andreas Hilmir Halldórsson gerðu 16 stig hvor fyrir HK og Ismar Hadziredzepovic 13. Hjá Þrótti var Miguel Mateo að vanda atkvæðamestur með 29 stig.

HK vann einvígið 3:0 og mætir KA eða Aftureldingu í úrslitum en staðan í einvígi þeirra er 1:1 og þriðji leikur á Akureyri annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert