KA náði forystunni á ný

KA varð bikarmeistari á dögunum.
KA varð bikarmeistari á dögunum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

KA hafði betur gegn Aftureldingu, 3:1, á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í blaki. KA-menn eru því komnir í 2:1 í einvíginu, en þrjá sigurleiki þarf til að komast í úrslit.

KA fór betur af stað og vann fyrstu hrinuna 25:22. Afturelding svaraði með 25:18-sigri í næstu hrinu, en þá tóku heimamenn aftur við sér og unnu tvær síðustu hrinurnar, 25:17 og 25:21, og leikinn í leiðinni. 

Quentin Moore var drjúgur fyrir KA að vanda og skoraði 18 stig og Ævarr Freyr Birgisson var með 14 stig. Radoslaw Rybak og Kjartan Fannar Grétarsson skoruðu 14 stig hvor fyrir Aftureldingu. Liðið sem vinnur einvígið mætir HK í úrslitum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert