Crossfit í beinni – þrjár íslenskar keppa

Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Ljósmynd/Crossfit games

Nú á miðnætti verður opinberað hver fimmta æfingaröð heimsleikanna í crossfit verður. Annie Mist Þórisdóttir, Katrún Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir keppa þá sín á milli en þær eru allar á meðal bestu crossfit-keppenda í heimi.

Fer keppnin fram í CrossFit Reykjavík í Faxafeni. Áhorfendur fá sjálfir að kjósa í hvaða æfingum konurnar keppa og mun Dave Castro, yfirmaður heimsleikanna, tilkynna niðurstöðu kosningarinnar, áður en Annie, Katrín og Ragnheiður munu keppa. 

Útsendinguna má sjá hér að neðan. 

mbl.is