Sjálfstætt og öflugra eftirlit

Birg­ir Sverris­son, verk­efna­stjóri Lyfja­eft­ir­lits­ins, fjallaði um breyt­ing­arn­ar á frétta­manna­fundi og …
Birg­ir Sverris­son, verk­efna­stjóri Lyfja­eft­ir­lits­ins, fjallaði um breyt­ing­arn­ar á frétta­manna­fundi og tók fram að þær breyttu starf­sem­inni ekki mikið.

Íþróttafólk sem æfir og keppir á mótum undir hatti sérsambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands ætti ekki sjálft að verða vart við miklar breytingar eftir að Lyfjaeftirlit Íslands var sett á stofn í gær.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, skrifuðu þá undir skipulagsskrá hins nýja Lyfjaeftirlits sem verður sjálfstæð stofnun og kemur í stað lyfjaeftirlitsnefndar sem var undir hatti ÍSÍ.

Lilja, Lárus og Birgir Sverrisson, verkefnastjóri Lyfjaeftirlitsins, segja breytingarnar til mikilla bóta. Birgir tiltekur þrjár ástæður fyrir því:

„Í fyrsta lagi er með þessu skrúfað svolítið fyrir hættuna á hagsmunaárekstrum. Lítið landssamband ætti ekki að hafa eftirlit með sjálfu sér, þá myndast sjálfkrafa hagsmunaárekstrar,“ segir Birgir. Sjálfstæði lyfjaeftirlitsins dragi þannig úr hættunni á að farið sé mildari höndum um íþróttamenn sem unnið hafa stór afrek, svo dæmi sé tekið.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert