Bætti 29 ára gamalt Norðurlandamet

Fanny Roos og Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari hennar.
Fanny Roos og Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari hennar. Ljósmynd/globalthrowing.com

Sænski kúluvarparinn Fanny Roos, sem Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, bætti um helgina Norðurlandametið í kúluvarpi utanhúss en það hafði staðið í 29 ár.

Roos kastaði kúlunni lengst 18,68 metra á Triton Invitational-mótinu í La Jolla í Kaliforníu. Fyrir mótið hafði hún lengst kastað 18,21 metra svo hún bætti Svíþjóðarmet sitt um 47 sentímetra.

Þar að auki bætti Roos met hinnar finnsku Asta Ovaska sem kastaði 18,57 metra árið 1989.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert