Hákon þrefaldur Íslandsmeistari

Hákon Atli Bjarkason með uppsekeruna.
Hákon Atli Bjarkason með uppsekeruna. Ljósmynd/ÍF

Hákon Atli Bjarkason úr ÍFR varð í gær þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis þegar Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram. 

Í opnum flokki hafði Hákon betur gegn Hilmari Birni Zoega eftir jafnan og spennandi úrslitaleik 13:11. 

Hákon varð einnig Íslandsmeistari í karlaflokki og í tvlíðaleik sigraði hann ásamt Hilmari Birni. 

Úrslit

Hákon og Hilmar í tvíliðaleiknum.
Hákon og Hilmar í tvíliðaleiknum. Ljósmynd/ÍF
mbl.is