Tvö Íslandsmet sett í kraftlyftingum á Íslandsmóti ÍF

Sigríður Sigurjónsdóttir í metlyftunni.
Sigríður Sigurjónsdóttir í metlyftunni. Ljósmynd/ÍF

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í gær þar sem keppt var í boccia, borðtennis og kraftlyftingum. Tvö glæsileg Íslandsmet voru sett í kraftlyftingunum en þar voru á ferðinni Vignir Þór Unnsteinsson og Sigríður Sigurjónsdóttir.

Vignir í bekkpressu þegar hann pressaði upp 155 kg í +120 kg flokki. Þá setti Sigríður Sigurjónsdóttir nýtt Íslandsmet í hnébeygju þegar hún tók 120 kg í +84 kg flokki.

Sigríður hafði sigur í kvennaflokki með 225,45 stig og lyfti samtals í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu 285 kg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert