Íslandsmótið í sundi hefst í dag

Eygló Ósk Gústafsdóttir
Eygló Ósk Gústafsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmótið í sundi í 50 metra laug hefst í dag í Laugardalslauginni og stendur fram á sunnudag. 

Mótið hefst með látum í dag því sprettsundið 50 metra skriðsund er fyrsta greinin. Í dag verður einnig keppt í 100 metrum í bringu- og flugsundi. 

Þá er 200 metra baksund á dagskrá sem í gegnum tíðina hefur verið sterkasta grein Eyglóar Ósk Gústafsdóttur. Hún hefur verið að vinna sig út úr bakmeiðslum og verður áhugavert að sjá hvar hún stendur fyrir sumarið. 

Eins og vanalega er besta sundfólks landsins samankomið á Íslandsmótinu. Tvöfaldur ólympíufarinn Antonn Sveinn McKee er til að mynda kominn frá Bandaríkjunum til að keppa á mótinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert