Hvað gerðu Íslendingarnir?

Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrir Levski Sofia í dag.
Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrir Levski Sofia í dag. Ljósmynd/Levski Sofia

Fjölmargir Íslendingar léku í dag með liðum sínum erlendis í fótbolta, handbolta og körfubolta og mbl.is fylgdist með gengi þeirra í þessari frétt sem var uppfærð jafnt og þétt í allan dag.

FÓTBOLTINN

Svíþjóð

10.00 Växjö - Djurgården 1:0
Guðbjörg Gunnarsdóttir ver mark Djurgården í úrvalsdeildinni og Ingibjörg Sigurðardóttir leikur í vörn liðsins. Þær léku allan leikinn sem lauk með 1:0-sigri Växjö.

12.00 Örgryte - Halmstad 2:0
Höskuldur Gunnlaugsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson leika með Halmstad í sænsku B-deildinni. Höskuldur lék allan leikinn og Tryggvi kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Halmstad er með 3 stig eftir 3 leiki.

13.00 Kalmar - Rosengård 0:4
Glódís Perla Viggósdóttir leikur með Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Hún lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í öruggum sigri. 

14.00 Limhamn Bunkeflo - Kristianstad 3:3
Anna Björk Kristjánsdóttir og Rakel Hönnudóttir leika með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Sif Atladóttir leikur með Kristianstad, Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari. Anna Björk lék allan leikinn fyrir Bunkeflo og Rakel fyrstu 80 mínúturnar. Sif lék allan leikinn fyrir Kristianstad. 

Tyrkland

10.00 Elazigspor - Adanaspor 2:3
Theódór Elmar Bjarnason leikur með Elazigspor í tyrknesku B-deildinni. Theódór Elmar lék allan leikinn í 3:2-tapi. Lið hans er í 7. sæti, fimm stigum frá umspilssæti.

10.30 Karabükspor - Bursaspor 1:4
Ólafur Ingi Skúlason leikur með Karabükspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Ólafur Ingi lék sem djúpur miðjumaður allan leikinn í tapi gegn Bursapor. Lið hans er neðst og þegar fallið.

Þýskaland

11.00 Sandhausen - Darmstadt 1:1
Rúrik Gíslason leikur með Sandhausen í þýsku B-deildinni. Hann lék allan leikinn í hægri bakverði í 1:1-jafntefli gegn Darmstadt. Sandhausen er í 8. sæti, sjö stigum frá umspilssæti.

13.30 Stuttgart - Werder Bremen 2:0
Aron Jóhannsson leikur með Bremen í þýsku 1. deildinni. Aron kom inn á sem varamaður á 71. mínútu en Bremen er í 12. sæti.

Noregur

11.00 Trondheims-Örn - Röa 1:0
Svava Rós Guðmundsdóttir leikur með Röa í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós lék allan leikinn í 1:0-tapi en Röa er án stiga eftir fyrstu þrjá leikina.

Búlgaría

12.00 Levski Sofia - Vereya 2:0
Hólmar Örn Eyjólfsson leikur með Levski í úrslitakeppninni um búlgarska meistaratitilinn. Hólmar lék allan leikinn og skoraði fyrra mark Levski Sofia sem er í 4. sæti.

Ítalía

13.00 Fiorentina - Juventus 2:1
Sigrún Ella Einarsdóttir leikur með Fiorentina í ítölsku A-deildinni. Sigrún Ella var á varamannabekknum en topplið Juventus tapaði aðeins öðrum leik sínum á tímabilinu.

Rússland

13.30 Rubin Kazan - Rostov 1:1
Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson leika með Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni. Ragnar og Sverrir léku allan leikinn en Björn var ekki í leikmannahópnum vegna smávægilegra meiðsla á æfingu. Rostov er í 11. sæti af 16 liðum, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Danmörk

14.00 FC Köbenhavn - Horsens 4:1
Kjartan Henry Finnbogason leikur með Horsens í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn. Kjartan lék fyrstu 70 mínúturnar en lið hans er í 6. sæti.

England

14.00 Bristol City - Hull 5:5
Hörður Björgvin Magnússon leikur með Bristol City í ensku B-deildinni. Hörður var ekki í leikmannahópi Bristol City sem er í 10. sæti deildarinnar.

Birkir Bjarnason lagði upp mark.
Birkir Bjarnason lagði upp mark. Ljósmynd/avfc.co.uk

14.00 Ipswich - Aston Villa 0:4
Birkir Bjarnason leikur með Aston Villa í ensku B-deildinni. Birkir lék allan leikinn og lagði upp fjórða mark Villa sem er í 4. sæti deildarinnar.

14.00 Sheffield Wednesday - Reading 3:0
Jón Daði Böðvarsson og Axel Andrésson leika með Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði lék fyrstu 78 mínúturnar en Axel er meiddur. Reading er í 19. sæti, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Aron Einar Gunnarsson skoraði sigurmark Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson skoraði sigurmark Cardiff. Ljósmynd/Cardiff

18.45 Cardiff - Nottingham Forest 2:1
Aron Einar Gunnarsson leikur með Cardiff í ensku B-deildinni. Aron lék allan leikinn og skoraði sigurmarkið en Cardiff komst í annað sætið, með stigi meira en Fulham.

Skotland

14.00 Kilmarnock - Aberdeen 0:2
Kári Árnason leikur með Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni. Kári kom inn á sem varamaður á 85. mínútu. Aberdeen er í öðru sæti, tíu stigum á eftir Celtic.

Sviss

17.00 St. Gallen - Thun 0:1
Rúnar Sigurjónsson leikur með St. Gallen í svissnesku úrvalsdeildinni. Rúnar lék allan leikinn en lið hans er í 3. sæti deildarinnar.

Ísrael

17.30 Maccabi Tel Aviv - Bnei Yehuda 2:0
Viðar Kjartansson leikur með Maccabi Tel Aviv í úrslitakeppninni um ísraelska meistaratitilinn. Viðar lék allan leikinn í framlínu Maccabi sem er í þriðja sæti, níu stigum á eftir toppliði Hapoel Beer Sheva.

Pólland

18.30 Korona Kielce - Jagiellonia 0:3
Böðvar Böðvarsson leikur með Jagiellonia í úrslitakeppninni um pólska meistaratitilinn. Böðvar var allan tímann á varamannabekknum. Lið hans er í 2. sæti, stigi á eftir toppliði Lech Poznan.

Bandaríkin

19.30 North Carolina - Utah Royals 2:2
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með Utah Royals í bandarísku A-deildinni. Gunnhildur lék allan leikinn fyrir Utah sem er með 3 stig eftir fyrstu 4 leikina.

Sandra Lind Þrastardóttir er í úrslitum um danska meistaratitilinn í …
Sandra Lind Þrastardóttir er í úrslitum um danska meistaratitilinn í körfubolta. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

KÖRFUBOLTINN

Danmörk

14.00 Hörsholm - Stevnsgade 63:66
Sandra Lind Þrastardóttir leikur með deildarmeisturum Hörsholm sem mættu Stevnsgade í þriðja úrslitaleik liðanna um danska meistaratitilinn. Sandra lék í 12 mínútur og skoraði 6 stig og tók 3 fráköst en Stevnsgade er nú komið yfir, 2:1.

HANDBOLTINN

Danmörk

13.00 Ajax - SönderjyskE 21:23
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ajax í fyrri umspilsleiknum um sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hafdís Lilja Renötudóttir er markvörður SönderjyskE. Liðin mætast öðru sinni á miðvikudaginn á heimavelli SönderjyskE. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja ræður því hvort liði leikur í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. 

Spánn

15.00 Zamora - Barcelona 23:35
Aron Pálmarsson leikur með Barcelona sem hefur þegar tryggt sér spænska meistaratitilinn. Aron skoraði ekki í leiknum 

Austurríki

16.00 Feldkirch - Hypo 13:25
Hildigunnur Einarsdóttir leikur með Hypo sem er efst í austurrísku A-deildinni. Hildigunnur skoraði 2 mörk og fékk þrjár brottvísanir og þar með rautt spjald. 

Ungverjaland

16.00 Budakalász - Pick Szeged 27:33
Stefán Rafn Sigurmannsson leikur með Pick Szeged sem er í öðru sæti ungversku A-deildarinnar og berst við Tatabánya um réttinn um að leika til úrslita við Veszprém um titilinn. Stefán skoraði 5  mörk í leiknum. 

Bjarki Már Elísson lék með Füchse Berlín í átta liða …
Bjarki Már Elísson lék með Füchse Berlín í átta liða úrslitum EHF-bikarsins í Króatíu í dag. Ljósmynd/Uros Hocevar

EHF-bikarinn

17.00 Nexe - Füchse Berlín 28:20
Bjarki Már Elísson leikur með Füchse Berlín sem lék fyrri leik sinn í Króatíu í átta liða úrslitum EHF-bikarsins. Bjarki skoraði ekki í leiknum. 

Frakkland

18.30 Bourg De Peage - Toulon 34:27
Mariam Eradze leikur með Toulon sem er í umspilsriðli um áframhaldandi sæti í frönsku 1. deildinni. Mariam komst ekki á blað. 

Þýskaland

18.30 Hüttenberg - Erlangen 24:27
Ragnar Jóhannsson leikur með Hüttenberg í þýsku 1. deildinni og Aðalsteinn Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari liðsins er nú þjálfari Erlangen. Ragnar skoraði þrjú mörk í leiknum en Hüttenberg er næstneðst og í harðri fallbaráttu. Erlangen er í 13. sæti og á lygnum sjó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert