„Svolítið óvænt“

Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Ljósmynd/Scott W. Grau

„Satt best að segja var þetta svolítið óvænt,“ segir hlauparinn Hlynur Andrésson sem um helgina varð fyrstur Íslendinga til að hlaupa fimm kílómetra hlaup á innan við 14 mínútum. Hlynur bætti Íslandsmet sitt með því að hlaupa á 13:58,91 mínútu þegar hann kom 7. í mark á Virginia Challenge-háskólamótinu í Bandaríkjunum um helgina, en Hlynur keppir fyrir lið Eastern Michigan-háskólans.

„Ég er búinn að vera á sýklalyfjum gegn kinnholusýkingu síðustu daga og það hefur verið mikið stress í náminu þar sem önnin er senn á enda. Ég hafði þó trú á að þetta væri hægt. Ég var mjög þolinmóður allt hlaupið þar sem ég byrjaði fremur aftarlega og færði mig svo upp um sæti jafnt og þétt. Þegar þrír hringir voru eftir sá ég að það var möguleiki á að fara undir 14 mínútum og ég gerði allt sem ég gat til að sóa ekki tækifærinu. Það var afar ánægjulegt að allt skyldi ganga upp,“ sagði Hlynur við Morgunblaðið í gær.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert