Þrír íslenskir keppa í Ísrael

Þormóður Árni Jónsson er á meðan keppenda í Ísrael.
Þormóður Árni Jónsson er á meðan keppenda í Ísrael. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari fór ásamt þremur keppendum til Ísraels í dag en þar munu þeir taka þátt í Evrópumeistaramótinu í júdó sem haldið er í Tel Aviv dagana 26.–28. apríl.

Keppendurnir eru þeir Logi Haraldsson sem keppir í -81 kg flokknum, föstudaginn 27. apríl og Egill Blöndal -90 kg og Þormóður Jónsson +100 kg, en þeir keppa báðir laugardaginn 28. apríl.

Keppnin hefst kl. 9 að Íslenskum tíma á fimmtudaginn og laugardaginn en kl. 8 að Íslenskum tíma á föstudaginn. Evrópumeistaramótið er allra sterkasta júdómótið sem haldið er ár hvert. Þátttakendur eru 375 frá 44 þjóðum, 216 karlar og 159 konur. 

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert