Næstlengsta kast íslenskrar konu

Thelma Lind Kristjánsdóttir.
Thelma Lind Kristjánsdóttir. Ljósmynd/FRÍ

ÍR-ingurinn Thelma Lind Kristjánsdóttir setti aldursflokkamet í flokki 20-22 ára stúlkna í kringlukasti í hollensku bikarkeppninni í dag.

Thelma kastaði 51,83 metra og bætti þar með met frá 2010 sem Ragnheiður Anna Þórsdóttir úr FH átti. Er þetta næstlengsta kast í kvennaflokki frá upphafi, en metið á Guðrún Ingólfsdóttir sem kastaði 53,86 metra árið 1982.

Thelma bar því sigur úr býtum í kringlukasti en einnig í kúluvarpi þar sem hún kastaði 14,22 metra. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, einnig í ÍR, vann sömuleiðis kringlukastið er hann kastaði 59,36 metra.

Guðni Valur Guðnason.
Guðni Valur Guðnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert