Á heimsmælikvarða

Júlían Jóhann Karl Jóhannsson.
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson. Ljósmynd/europowerlifting

Ármenningurinn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson komst yfir merkilegan múr á ferli sínum þegar hann lyfti 400 kílóum á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum í Tékklandi.

Ekki nóg með að lyftan hafi skilað honum gullverðlaunum í greininni í +120 kg flokki þá er um afrek á heimsvísu að ræða.

„Þetta er múr sem maður hefur hugsað um síðan maður snerti stöng í fyrsta skipti held ég bara. Í lyfjaprófuðum kraftlyftingum, sem ég keppi í innan ÍSÍ, þá hafa bara tveir aðrir menn í heiminum náð þessari þyngd í réttstöðulyftu eftir að breytingar urðu á þyngdarflokkunum. Annar þeirra er í öðrum þyngdarflokki. Ég hafði stefnt lengi að því að ná 400 kílóum í réttstöðunni og vissulega hafði ég færst nær þessari þyngd. Að ná henni á stórmóti var ótrúlega sætt,“ sagði Júlían þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum.

Ekki verður það tekið af Júlían að hann lyfti þessari þyngd á stórmóti. Um heimsmet er í raun að ræða í hans þyngdarflokki en ekki verður það skráð sem slíkt þar sem hann lauk ekki keppni í samanlögðu. Byrjunarþyngdin hjá Júlían í hnébeygju var dæmd ógild og þar af leiðandi fékk hann ekki hnébeygjuna skráða og var því úr leik í samanlögðu. Júlían segir þá ákvörðun dómaranna hafa staðið tæpt og færir fyrir því haldgóð rök.

Sjá allt viðtalið við Júlían í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert