Bætti metið aftur tveimur dögum síðar

Thelma Lind Kristjánsdóttir
Thelma Lind Kristjánsdóttir Ljósmynd/Stella Andrea

Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR náði á sunnudag næstlengsta kasti íslenskrar konu í kringlukasti auk þess að setja aldursflokkamet í flokki 20-22 ára. Hún hefur nú bætt metið aftur, aðeins tveimur dögum síðar.

Thelma Lind er við keppni í Hollandi og á bikarmóti þar í landi á mánudag kastaði hún 51,83 metra. Í gær gerði hún enn betur og kastaði 51,87 metra og vann mót sem fram fór í Heerhugowaard í Hollandi. Aðeins Guðrún Ingólfsdóttir hefur kastað kringlunni lengra en Thelma, eða 53,86 metra árið 1982.

Guðni Valur Guðnason var einnig við keppni í kringlukasti og kastaði 60,58 metra, en lágmarkið fyrir EM í Berlín í sumar er 63,50 metrar.

Sjá: Næstlengsta kast íslenskrar konu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert