Ólafur fjórði heiðursfélagi ÍF

Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF gerði Ólaf að heiðursfélaga við …
Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF gerði Ólaf að heiðursfélaga við aðalfundinn en með honum var Margrét Kristjánsdóttir stjórnarmaður ÍF. Á milli þeirra er Ólafur heiðursfélagi Ólafsson. Ljósmynd/ÍF

Ólafur Ólafsson fráfarandi formaður Íþróttafélagsins Aspar var á aðalfundi Aspar gerður að heiðursfélaga Íþróttasambands fatlaðra. Þar með verður Ólafur fjórði heiðursfélagi ÍF í sögunni og sá þriðji núlifandi.

Íþróttafélagið Ösp var stofnað í Valhöll á Þingvöllum 18. maí 1980 og því verður félagið 38 ára á morgun. Ólafur er einn af stofnfélögum félagsins, var stjórnarmaður í tvö ár en þá var hann kjörinn formaður og gegndi formennsku óslitið fram til 13. maí 2018.

Heiðursfélagar ÍF:

Sigurður Magnússon (látinn), fyrsti formaður ÍF. Gerður að heiðursfélaga 29. maí 1984.
Ólafur Þór Jónsson, fyrrverandi keppandi og stjórnarmaður ÍF. Gerður að heiðursfélaga á Sambandsþingi ÍF 2015.
Sveinn Áki Lúðvíksson, fyrrverandi formaður ÍF. Gerður að heiðursfélaga á Sambandsþingi ÍF 2017.
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi formaður Aspar. Gerður að heiðursfélaga á aðalfundi Aspar 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert