Emil nýr landsliðsþjálfari

Emil Gunnarsson er nýr landsliðsþjálfari.
Emil Gunnarsson er nýr landsliðsþjálfari. Ljósmynd/BLÍ

Blaksamband Íslands hefur ráðið Emil Gunnarsson í starf landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins í blaki. Emil hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár og hefur gríðarlega reynslu í þjálfun.

Ráðningarsamningur Emils er fram yfir Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi á næsta ári en fjölmörg verkefni eru fram undan á þessu rúma ári. Enn á eftir að ganga frá ráðningu aðstoðarþjálfara en gengið verður frá því á næstu vikum. Mundína Ásdís er sjúkraþjálfari liðsins og þá er Ólafur Jóhann Júlíusson í teyminu sem leikgreinandi. 

Æfingahópur kvennalandsliðsins verður tilkynntur á næstu dögum en liðið er að hefja undirbúning fyrir leiki í Evrópumótinu í ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert