Twitter-reikningur vegna Laugardalshallar

Frá Laugardalshöllinni.
Frá Laugardalshöllinni. Ljósmynd/Hafsteinn Snær

Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu og á mbl.is á síðustu árum er þjóðarleikvangurinn í handbolta, körfubolta og blaki, Laugardalshöllin, á undanþágu hjá alþjóðasamböndunum. 

Sá tími mun væntanlega renna upp þegar íslensku landsliðunum verður meinað að leika landsleiki í undankeppnum stórmóta í Laugardalshöll þar sem hún uppfyllir ekki lengur kröfur sem settar eru um umgjörð slíkra leikja.

Nú hefur verið stofnaður Twitter-reikningur sem heitir einfaldlega Höllin er úrelt. Þar er einnig vísað til bloggsíðu sem heitir Nýja fjölnota íþróttahöll. Eina nafnið sem sjá má á síðunni í fljótu bragði er Þórður Már. 

Forsvarsmenn bæði HSÍ og KKÍ hafa í samtölum við fjölmiðla kallað eftir úrbótum en sem stendur fá þau undanþágu frá alþjóðasamböndunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert