Víkingaklapps-lyndistákn orðið til

Áhorfendur á Laugardalsvelli taka Víkingaklappið.
Áhorfendur á Laugardalsvelli taka Víkingaklappið. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið er komið til Rússlands með öllu sínu föruneyti og landsmenn eru í óða önn við undirbúning fyrir Rússlandsferð eða hreinlega fyrir HM-partý hérna heima. Að einhverra mati var aðeins eitt sem vantaði svona fjórum dögum fyrir fyrsta leik landsliðsins, og hefur nú verið bætt úr því; Víkingaklapps-emojiinn hefur loksins litið dagsins ljós. Emoji hefur verið þýtt sem lyndistákn eða tjákn, þá blanda af tákni og tjáningu.

Knattspyrnusamband Íslands greindi frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni fyrr í dag en lyndistákn eru mikið notuð á samfélagsmiðlum, sms-um og öðrum rafrænum skilaboðum.

mbl.is