Andy Murray snýr aftur

Andy Murray snýr aftur á tennisvöllinn eftir meiðsli.
Andy Murray snýr aftur á tennisvöllinn eftir meiðsli. AFP

Breski tenniskappinn Andy Murray mun á morgun snúa aftur á tennisvöllinn eftir rúmlega árs fjarveru þegar hann mætir Ástralanum Nick Kyrgios í fyrstu umferð á Queen’s Club mótinu.

Novak Djokovic, sem var um tíma efsti maður heimslistans, segir að helsta hindrun Murray sé andlegs eðlis: „Að koma meiðslunum úr hausnum á þér, að skilja það að þú sért orðinn heill og að þú getir einbeitt þér að þínum leik en ekki vera hræddur um að eitthvað slæmt sé að fara að gerast.“

Leikur Murrey og Kyrgios mun fara fram á grasi. Djokovic segir að gras hafi sína kosti, en líka sína galla: „Ég veit ekki hvernig mjöðmin á honum er en það getur verið hættulegt að renna til á grasinu. Það er eitthvað sem er mjög ófyrirsjáanlegt og gras er þannig undirlag að ef þú stígur niður vitlaust getur það endað illa, sérstaklega ef þú ert slæmu í mjöðminni.“     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert