Patrekur setti tvö Íslandsmet

Patrekur Andrés Axelsson setti tvö Íslandsmet á franska meistaramótinu í …
Patrekur Andrés Axelsson setti tvö Íslandsmet á franska meistaramótinu í frjálsíþróttum fatlaðra. mbl.is/Árni Sæberg

Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson frá frjálsíþróttadeild Ármanns gerði sér lítið fyrir og setti tvö Íslandsmet í flokki T11 (alblindir) á franska meistaramótinu í frjálsíþróttum fatlaðra í París um helgina. 

Patrekur hljóp 100 metrana á 12,23 sekúndum og 200 metrana á 23,37 sekúndum.

Patrekur bætti þar með tíma sína í sömu greinum frá opna ítalska meistaramótsins í maí. Patrekur hefur því verið á miklu skriði undanfarna mánuði. Aðstoðarhlaupari Patreks er Andri Snær Ólafsson. 

Næst á dagskrá hjá Patreki er opna þýska meistaramótið í Berlín. Þar munu þó nokkrir íslenskir keppendur mæta til leiks og verður það síðasta keppni íslenskra frjálsíþróttamanna á erlendum vettvangi þetta sumarið þangað til Evrópumeistaramótið fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert