Erna Sóley komst ekki í úrslit

Erna Sóley Gunnarsdóttir ásamt þjálfara sínum Pétri Guðmundssyni.
Erna Sóley Gunnarsdóttir ásamt þjálfara sínum Pétri Guðmundssyni. Ljósmynd/ÍR

Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR komst ekki í úrslit í kúluvarpi á heimsmeistaramóti U20 ára í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tampere í Finnlandi.

Erna Sóley varpaði kúlunni lengst 14,32 metra og hafnaði hún í 14.sæti af 28 keppendum. Tólf efstu tryggðu sér sæti í úrslitunum.

Fyrsta kast Ernu mældist 14,32 metrar, annað kastið 13,70 og þriðja kastið 14,24 metrar en Erna hefur lengst kastað kúlunni 14,54 metra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert