Anderson í úrslit eftir maraþonleik

Kevin Anderson fagnar eftir sætan sigur.
Kevin Anderson fagnar eftir sætan sigur. AFP

Suður-Afríkumaðurinn Kevin Anderson og Bandaríkjamaðurinn John Isner mættust í fyrri undanúrslitaviðureign Wimbledon-mótsins í Tennis í dag og fer leikurinn í sögubækurnar fyrir lengsta undanúrslitaeinvígi í sögu mótsins.

Anderson vann fyrsta settið 7:6 eftir upphækkun en Isner vann annað settið 7:6, aftur eftir upphækkun og jafnaði leikinn. Isner vann svo þriðja settið 7:6, en það var þriðja settið í röð sem fór í upphækkun.

Anderson vann fjórða settið 6:4 og tryggði sér oddasett. Oddasettið stóð í tvær klukkustundir og fimmtíu mínútur en Anderson hafði að lokum betur, 26:24. Leikurinn var ekki bara lengsti undanúrslitaleikur í sögu Wimbledon heldur var þetta líka lengsti undanúrslitaleikur sögunnar á risamóti.

Einvígið stóð í sex klukkustundir og 36 mínútur en Anderson vann Roger Federer í átta liða úrslitum mótsins í leik sem stóð í fjórar klukkustundir og 14 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert