Veit aldrei hverju maður get átt von

Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH vann í gær frábæran 3:0-sigur gegn finnska liðinu Lahti í forkeppni Evrópudeildarinnar í Finnlandi. Það voru þeir Halldór Orri Björnsson, Steven Lennon og Robbie Crawford sem skoruðu mörk Hafnfirðinga í gær en liðið er í frábærum málum fyrir seinni leik liðanna í Kaplakrika 19. júlí næstkomandi.

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með sigur sinna manna þegar Morgunblaðið heyrði í honum í gær.

„Maður veit aldrei hverju maður get átt von á í svona leikjum en ég taldi möguleika okkar fyrir fram góða gegn þessu liði. 3:0-sigur í Evrópuleik á útivelli eru alltaf góð úrslit, við vörðumst vel í leiknum og skoruðum þrjú góð mörk. Ég er svekktur með að við höfum ekki skorað fleiri mörk en aðalmálið í dag (gær) var að ná í góð úrslit.“

FH-ingar keyrðu yfir finnska liðið í fyrri hálfleik en færðu sig aftar á völlinn í þeim síðari og freistuðu þess að beita skyndisóknum.

„Það var hrikalega heitt í Finnlandi og við ákváðum að liggja aðeins tilbaka í seinni hálfleik. Við vissum að þeir þurftu að sækja á okkur og mér fannst það takast vel hjá okkur að halda þeim niðri. Þetta er lið sem opnar sig mikið þegar það kemur upp með boltann og við fengum sannarlega tækifæri til þess að skora þriðja markið í leiknum fyrr en við gerðum.“

Sjá allt viðtalið við Ólaf í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert