Hljóp úr sér kraftinn

DeMarco Murray var valinn besti sóknarmaðurinn í NFL-deildinni árið 2014.
DeMarco Murray var valinn besti sóknarmaðurinn í NFL-deildinni árið 2014. Ljósmynd/@dallascowboys

Bandaríski ruðningskappinn DeMarco Murray hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 30 ára gamall. Hann lék síðast með Tennesse Titans í bandarísku NFL-deildinni en hann kom fyrst inn í deildina árið 2011 þegar Dallas Cowboys valdi hann í þriðju umferð nýliðavalsins. 

Murray var valinn sóknarmaður ársins í NFL-deildinni árið 2014 þar sem hann átti frábært tímabil með Dallas. Hann hljóp 1.687 metra með boltann, það tímabil, og var mikið álag á honum í sóknarleik liðsins.

Það tók sinn toll af leikmanninum sem var mikið meiddur tímabilið eftir það og hefur hann glímt við álagsmeiðsli allar götur síðan. Hann samdi við Philadelphie Eagles árið 2014 en náði sér aldrei almennilega á strik með liðinu. Hann var í viðræðum við nokkur lið í sumar en ákvað að lokum að kalla þetta gott og gefa líkamanum hvíld þar sem krafturinn í löppunum á honum var farinn að minnka mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert