Hraðar, hærra, lengra

Ásdís Hjálmsdóttir kastar á Sauðárkróki í dag.
Ásdís Hjálmsdóttir kastar á Sauðárkróki í dag. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram í dag og á morgun á Sauðárkróki þar sem fyrirmyndaraðstæður eru til frjálsíþrótta. Flestir af bestu frjálsíþróttamönnum landsins taka þátt í mótinu sem verður haldið samhliða Landsmóti UMFÍ sem stendur einnig yfir í bænum yfir helgina og var reyndar formlega sett í gær.

Meistaramótið hefst á forkeppni í langstökki. Þar eru 30 keppendur í kvennaflokki og 24 keppendur í karlaflokki skráðir til leiks. Gaman verður að fylgjast með Íslandsmeistaranum Hafdísi Sigurðardóttur sem er að koma til baka eftir barnsburð. Hafdís hefur stokkið vel yfir 6 metra í sumar og virðist óðum vera að nálgast sitt fyrra keppnisform.

Í 100 metra hlaupi kvenna mætir til keppni nýkrýndur Evrópumeistari í flokki stúlkna 16-17 ára, hún Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Tiana Ósk Whitworth, sem keppti í vikunni á HM U20, verður einnig meðal keppenda. Þær eiga báðar best 11,68 sekúndur sem er jafnframt Íslandsmet í flokki stúlkna 18-19 ára og 20-22 ára. Fróðlegt verður að sjá hvort Íslandsmet kvenna mun falla um helgina.

Kannski fellur met Guðrúnar Ingólfsdóttur í kringlukasti kvenna frá 1982 en metið er 53,86 metrar. Thelma Lind Kristjánsdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir og Kristín Karlsdóttir gætu allar bætt sig og hafa allar burði til þess að sauma hressilega að metinu.

Ásdís verður svo að sjálfsögðu í sviðsljósinu í spjótkasti en hún hefur farið vel af stað á keppninstímabilinu og verið öðruhvorumegin við 60 metra línuna á mótum.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert