Evrópumeistarinn svaraði fyrir sig

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Tiana Ósk Whitworth og Hrafnhild Eir R. …
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Tiana Ósk Whitworth og Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Sauðárkróki í dag á tímanum 23,89 sekúndum. Guðbjörg varð Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra hlaupi á dögunum.

Tiana Ósk Whitworth, sem varð Íslandsmeistari í 100 metra hlaupi í gær eftir harða keppni við Guðbjörgu, hafnaði í öðru sæti á 24,37 sekúndum og eins og í 100 metra hlaupinu var það Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir sem hafnaði í þriðja sæti á 24,43 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert