Sentimetri skildi efstu menn að

Jón Bjarni Bragason er Íslandsmeistari í kringlukasti.
Jón Bjarni Bragason er Íslandsmeistari í kringlukasti. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Jón Bjarni Bragason varð Íslandsmeistari í kringlukasti er hann kastaði 43,82 metra á Meistaramóti Íslands á Sauðárkróki í dag en hann kastaði einum sentímetra lengra en Mímir Sigurðsson sem varð annar. Vilhjálmur Árni Garðarsson hafnaði svo í þriðja sæti.

Bjarki Rúnar Kristinsson stökk lengst í þrístökki karla. Hans lengsta stökk var 14,19 metrar. Ragúel Pino Alexandersson varð annar á 13,25 metra og Birgir Jóhannes Jónsson stökk 13,07 og hafnaði í þriðja sæti.

Ívar Kristinn Jasonarson kom langfyrstur í mark í 400 metra grindahlaupi karla. Hann hljóp á 52,15 sekúndum og var rúmum fimm sekúndum á undan Árna Hauki Árnasyni sem varð annar og Dagur Fannar Einarsson hafnaði í þriðja sæti.

Ingibjörg Sigurðardóttir er Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna. Hún kom í mark á 2:20,27 mínútum. Berglind Björk Guðmundsdóttir hafnaði í öðru sæti og Iðunn Björg Arnaldsdóttir tók þriðja sætið. Í karlaflokki vann Kristinn Þór Kristinsson á 1:52:50 mínútu, Sæmundur Ólafsson varð annar og Bjartmar Örnuson hafnaði í þriðja sæti.

Andrea Kolbeinsdóttir vann 3.000 metra hlaup kvenna á 10:14,17 mínútum og Arnar Pétursson vann 5.000 metra hlaup á 15:19,40 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert