Setti Íslandsmet í morgun

Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Ljós­mynd/​Sund­sam­band Íslands

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti í morgun nýtt Íslandsmet í 200 metra skriðsundi. Lauk Snæfríður sundinu á tímanum 2:02.08 og er fyrst inn í úrslit í dag á danska meistaramótinu, samkvæmt upplýsingum frá Sundsambandi Íslands.

Gamla metið átti Eygló Ósk Gústafsdóttir en það var 2:02.44, og frá árinu 2013.

Með þessu er Snæfríður Sól komin með A-lágmark í 100 og 200 metra skriðsundi fyrir Ólympíuleika ungmenna, sem verða haldnir í Buenos Aires í október.

Hér má fylgjast með mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert