Tveggja ára bið á enda

Novak Djokovic fagnar
Novak Djokovic fagnar AFP

Serbinn Novak Djokovic varð í gær Wimbledon-meistari í tennis eftir að hafa lagt Suður-Afríkumanninn Kevin Anderson í úrslitaleik, 6:2, 6:2, 7.6. Þetta er fyrsti sigur Djokovic á einu af stórmótunum fjórum í tvö ár eða allt síðan hann fagnaði sigri á leikvellinum á Opna franska meistaramótinu vorið 2016.

Djokovic gaf tóninn strax í fyrsta setti með því að vinna það á aðeins 29 mínútum.

Suður-Afríkumaðurinn hefur væntanlega verið lúinn eftir sannkallaða maraþonviðureign við Bandaríkjamanninn John Isner í undanúrslitum á föstudaginn. Viðureignin sú stóð yfir í hálfan sjötta tíma.

„Ég var svo sannarlega ekki eins ferskur og ég hefði viljað vera,“ sagði Anderson með bros á vör eftir tapið í gær. „Ég er hins vegar ánægður með að hafa fengið tækifæri til þess að leika til úrslita. Reynslan er kærkomin,“ sagð Anderson enn fremur en hann lenti einnig í langri og strangri viðureign við Roger Federer í átta liða úrslitum mótsins.

Undanúrslitaleikur Djokovic og Rafael Nadal tafðist fyrir vikið og varð að fresta honum í miðjum klíðum á föstudagskvöld. Kappar tóku upp þráðinn árla á laugardaginn og þá hafði Djokivic sigur.

Greinina um úrslitaleiki Wimbledon-mótsins í tennis má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert