Fallið um 690 sæti á heimslistanum

Andy Murray.
Andy Murray. AFP

Breski tenniskappinn Andy Murray hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin misseri. Hann hefur lítið sem ekkert getað spila undanfarið ár vegna aðgerðar á mjöðm og hrunið niður heimslistann á meðan.

Murray hefur aðeins spilað þrjá leiki síðasta árið, nú síðast í júní, en hann fór í aðgerðina í janúar eftir að þrálát meiðsli í mjöðm höfðu plagað hann. Það hefur gert það að verkum að hann hefur hrapað um 690 sæti á heimslistanum síðan hann þurfti að draga sig úr keppni á Wimbledon í fyrra. Hann er nú í 839. sæti og eru til að mynda 23 aðrir Bretar nú fyrir ofan hann. Þeir leikmenn sem eru við hlið hans núna eru margir hverjir ekki atvinnumenn.

Murray, 31 árs, var um tíma sá besti í heimi og á efsta sæti heimslistans en hann hefur unnið fjölmarga titla. Hann stefnir á að snúa almennilega til baka á tennisvöllinn í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert