Heimsmetið steinlá í Mónakó

Beatrice Chepkoech og taflan með heimsmetinu hennar.
Beatrice Chepkoech og taflan með heimsmetinu hennar. AFP

Beatrice Chapkoech frá Kenía sló í gærkvöld heimsmetið í 3.000 metra hindrunarhlaupi kvenna all rækilega á móti í Demantamótaröð Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem fram fór í Mónakó.

Chepkoech kom langfyrst í mark á 8:44,32 mínútum og bætti fyrra metið um rúmar 8 sekúndur. Það var 8:52,78 mínútur og Ruth Jebet frá Barein setti það á móti í sömu mótaröð í París árið 2016.

Þrátt fyrir mikil afrek hlaupara frá Kenía á lengri vegalengdum er þetta í fyrsta skipti sem kenískur nær heimsmeti í 3.000 m hindrunahlaupi kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert