Ingvar og María Íslandsmeistarar

Ingvar Ómarsson kemur í mark.
Ingvar Ómarsson kemur í mark.

Ingvar Ómarsson og María Ögn Guðmundsdóttir urðu í gær Íslandsmeistarar í fjallahjólreiðum en Íslandsmeistaramótið fór fram á gönguskíðasvæði Skíðafélags Ólafsfjarðar í Tindaöxl við Ólafsfjörð.

Keppt var í 8 flokkum en 27 keppendur voru skráðir til leiks. Þau Ingvar og María urðu hlutskörpust í Elite-flokkum karla og kvenna. Alls voru hjólaðir fimm hringir í karlaflokki en fjórir í kvennaflokki. Hver hringur um sig var 4,4 km að lengd.

Heildarúrslit mótsins.

Verðlaunahafar á mótinu.
Verðlaunahafar á mótinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert