Helgi stefnir á þriðja gullið í röð

Helgi Sveinsson.
Helgi Sveinsson. mbl.isValgarður Gíslason

Spjótkastarinn og heimsmethafinn Helgi Sveinsson undirbýr sig fyrir Evrópumeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum í Berlín í Þýskalandi sem hefst núna í ágúst. Í dag birtist viðtal við hann á vef mótsins.

Á síðasta ári setti Helgi, sem kepp­ir fyr­ir Ármann, nýtt og glæsi­legt heims­met í spjót­kasti í flokki F42 þegar hann kastaði 59,77 metra á móti á Ítal­íu. Hann vann svo til silf­ur­verðlauna á heims­meist­ara­mót­inu í London þar sem hann kastaði 56,74 metra. Þar áður varð hann Evrópumeistari í spjótkasti árin 2014 og 2016 og stefnir því á þrennu í gullverðlaunum í næsta mánuði.

„Ég er í góðu formi, hef æft vel í vetur og við skulum sjá til. Maður veit aldrei hvað gerist í spjótkasti, einn daginn kastarðu 60 metra léttilega og þann næsta áttu í erfiðleikum með að kasta yfr 50 metra,“ sagði Helgi en undirbúningur hans að þessu sinni hefur verið með örlítið ólíkara móti en oft áður. Hann var nefnilega að eignast sitt þriðja barn í upphafi mánaðarins.

„Það yrði mér eitt og allt, það er gaman að vera sá sem allir vilja sigra,“ sagði Helgi um möguleikann á því að vinna þriðja gullið í röð á EM hann er orðinn 39 ára gamall.

„Ég mæti þegar á reynir og sýni öllum að ég er enn að æfa jafnmikið ef ekki meira en þeir, ég vil áfram vera sá besti. Það er heiður að geta keppt á þessu stigi og ég elska að keppa fyrir þjóðina mína.“

Lesa má viðtalið við Helga í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert