Annað tap Íslands í undankeppni EM

Úr leik kvöldsins í Digranesi.
Úr leik kvöldsins í Digranesi. mbl.is/Valli

Íslenska karlalandsliðið í blaki tapaði gegn Moldóvu í þremur hrinum í annarri umferð undakeppni Evrópumótsins í Digranesi í kvöld.

Íslenska liðið, sem er að leika frumraun sína í undankeppni Evrópumótsins, tapaði fyrsta leiknum gegn Slóvakíu á miðvikudaginn var og aftur í kvöld en Moldóva vann allar þrjár hrinur kvöldsins. Gestirnir unnu fyrstu tvær örugglega; 25:12 og 25:11, en íslenska liðið beit frá sér og var nálægt því að vinna þriðju hrinuna sem fór þó að lokum 25:22, Moldóvum í vil.

Íslenska liðið ferðast næst til Svartfjallalands og mætir þar heimamönnum á miðvikudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert