Silfur og Íslandsmet hjá Róberti í Dublin

Róbert Ísak Jónsson á Evrópumeistaramótinu í kvöld.
Róbert Ísak Jónsson á Evrópumeistaramótinu í kvöld. Ljósmynd/Jón Björn

Ró­bert Ísak Jóns­son, úr Firði, landaði silfurverðlaununum í 200 m fjórsundi S14 (þroska­hamlaðra) á Evr­ópu­meist­ara­mótinu í Dublin á Írlandi í kvöld og sló jafnframt Íslandsmetið.

Róbert kom þriðji í bakkann en Hollendingurinn Marc Evers, sem var annar, var dæmdur úr leik og var Róbert því færður upp í annað sætið. Hann var á tímanum tvær mínútur og fjórtán sekúndur og bætti því sitt eigið Íslandsmet um tæpa sekúndu. Þetta eru önnur silfurverðlaunin og annað Íslandsmetið hjá Róberti en honum gekk einnig vel í 100 metra flugsundi í flokki S14 í gær.

Silf­ur og Íslands­met hjá Ró­berti í Dublin

Úkraínumaðurinn Vasyl Krainyk hreppti gullið á tímanum 2:12,72.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert