„Gleymum því stundum hvað við getum“

Ísland - Slóvenía blak kvenna
Ísland - Slóvenía blak kvenna ValgardurGislason,Valgarður Gíslason

„Við sýndum miklu betri takta í dag en gegn Belgíu í síðasta leik. Við lögðum áherslu á það, í aðdraganda leiksins, að æfa uppspilið betur og mér fannst það takast vel og þetta var mikil bæting hjá liðinu frá leiknum gegn Belgum,“ sagði Thelma Dögg Grétarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í blaki í samtali við Morgunblaðið í Digranesi í gær eftir 3:0-tap liðsins gegn Slóveníu í undankeppni EM.

„Við ætluðum okkur að standa í Slóvenunum og gefa þeim alvöruleik og það sama er upp á teningnum með Ísrael sem við eigum í næsta leik. Þær tapa líka 3:0 á móti Slóveníu og núna er bara að fara til Ísraels og gefa allt í þetta.“

Íslenska liðið spilaði mjög vel í fyrstu og annarri hrinu og leiddi til að mynda með 4 stigum, 17:13 í fyrstu hrinunni en henni lauk með 25:18-sigri slóvenska liðsins. Þá ákvað þjálfari slóvenska liðsins að taka leikhlé og eftir það datt botninn aðeins úr þessu hjá íslenska liðinu. Það sama var upp á teningnum í annarri hrinu en íslenska liðið hélt vel í við Slóvenana, þangað til líða fór á hrinuna sem lauk að lokum með 25:16-sigri Slóvena.

Viðtalið í heild sinni má lesa í íþróttablaði Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert