Sigurður og Snjólaug Íslandsmeistarar í skeet

Snjólaug María Wium Jónsdóttir og Hákon Þ. Svavarsson urður Íslandsmeistarar …
Snjólaug María Wium Jónsdóttir og Hákon Þ. Svavarsson urður Íslandsmeistarar í skeet um helgina.

Um helgina fór fram Íslandsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglabyssugreininni skeet á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Í karlaflokki varð Sigurður Unnar Hauksson Íslandsmeistari en í kvennaflokki stóð Snjólaug María Wium Jónsdóttir uppi sem sigurvegari.

Í liðakeppni karla varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands Íslandsmeistari en hana skipuðu Hákon Þ. Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Aðalsteinn Svavarsson. Í liðakeppni kvenna setti lið Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet en sveitina skipa Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Ósk Skaftadóttir og Þórey Inga Helgadóttir.

Íslandsmeistari í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar. Í flokki öldunga varð Davíð Ingason úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Íslandsmeistari.

Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Ósk Skaftadóttir og Þórey Inga Helgadóttir …
Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Ósk Skaftadóttir og Þórey Inga Helgadóttir unnu liðakeppni kvenna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert