Vantaði herslumuninn í Ísrael

Stelpurnar töpuðu 3:0 fyrir Ísrael ytra í dag.
Stelpurnar töpuðu 3:0 fyrir Ísrael ytra í dag. mbl.is/Valli

Íslenska kvennalandsliðið í blaki tapaði í dag 3:0 fyrir Ísrael í undankeppni EM í Raanana í Ísrael. Heimkonur unnu fyrstu hrinuna 25:19 og aðra hrinuna 25:20 en íslensku stelpurnar voru óheppnar að vinna ekki þá hrinu. Þriðju hrinu lauk með 25:18 sigri Ísrael.

Ísland er án stiga í neðsta sæti A-riðils eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni. Næsti leikur landsliðsins verður í Digranesi gegn Ísrael 26. ágúst og hefst leikurinn klukkan 15 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert