Metnaðurinn í Berlín enn meiri en Martin bjóst við

Martin Hermannsson með íslenska landsliðinu í körfuknattleik í leik gegn …
Martin Hermannsson með íslenska landsliðinu í körfuknattleik í leik gegn Finnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Lífið í Berlín er bara fínt. Full heitt eins og er fyrir minn smekk en ekkert til að kvarta yfir,“ sagði Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, en hann fluttist búferlum til höfuðborgar Þýskalands í ágúst. Martin færði sig frá Frakklandi, þar sem hann hafði leikið síðustu tvö keppnistímabil og vakið töluverða athygli. Hvernig líst honum á nýja vinnustaðinn hjá Alba Berlín?

„Eins og þetta blasir við mér eftir fyrstu vikurnar á undirbúningstímabilinu var þetta meira stökk en ég bjóst við varðandi æfingarnar sjálfar. Hraðinn á æfingunum, metnaður leikmanna, þjálfunin og allt í kringum þetta er svakalegt. Ég taldi mig gera vel með því að mæta klukkutíma áður en æfing hófst til þess að undirbúa mig. Þá voru allir löngu mættir og byrjaðir að svitna. Menn eru einnig klukkutíma lengur að æfa eitt og annað eftir að skipulagðri liðsæfingu lýkur. Þetta er nánast eins og nýr heimur varðandi það hversu mikið er æft í samanburði við það sem ég kynntist í Frakklandi. Ég er mjög hrifinn af því en svo má einnig taka fram að maður er á vissan hátt vafinn inn í bómull vegna þess hversu vel er séð um mann. Þegar ég mæti á æfingu er styrktarþjálfari með prógramm fyrir mig sérstaklega. Eftir æfingar eru menn skyldaðir til að mæta í nudd og sjúkraþjálfun,“ sagði Martin þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans, en það orð hefur lengi farið af Þjóðverjum í íþróttaheiminum að þeir séu fagmenn fram í fingurgóma.

„Já, þeir mega alveg eiga það. Mjög vel er séð um mann hvort sem það er innan vallar eða utan. Allt sem tengist íbúðinni eða bílnum var eins og það á að vera og skilaði sér á réttum tíma.“

Viðtalið í heild sinni er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »