Kipruto kom fyrstur í einum skó

Coseslus Kipruto sigraði þrátt fyrri að hafa misst vinstri skóinn …
Coseslus Kipruto sigraði þrátt fyrri að hafa misst vinstri skóinn snemma í hlaupinu.

Keníski hlauparinn Coseslus Kipruto vann 3. 000 metra hindrunarhlaup karla á Demantamótinu í Zurich þrátt fyrir að hafa misst annan skóinn snemma í hlaupinu.

Strax eftir aðra beygjuna missti hann af sér vinstri skóinn sem flaug yfir brautina. Þetta var ekki nóg til þess að stoppa Kipruto sem er núverandi Ólympíu- og heimsmeistari í greininni:

„Þetta var erfitt. En þetta hvatti mig áfram til þess að berjast eins og ljón, þess vegna endaði hlaupið vel,“ sagði Kipruto.

Lokaspretturinn var æsispennandi en Kipruto fór fram úr Marokkóanum Soufiane El Bakkali  á lokametrunum eftir að hafa verið á eftir honum fyrir síðustu hindrunina.

Keníamenn hafa verið duglegir að hrósa sínum manni á samfélagsmiðlum og kallað sigur Kipruto mikið afrek:






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert