Stefán og Snjólaug bikarmeistarar

Snjólaug María Jónsdóttir og Stefán Gísli Örlygsson.
Snjólaug María Jónsdóttir og Stefán Gísli Örlygsson. Ljósmynd/Skotíþróttasamband Íslands

Bikarmót Skotíþróttasambands Íslands og SR-OPEN-mótið fóru fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina.

Bikarmeistari í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness, í öðru sæti á mótinu varð Pétur T. Gunnarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og í þriðja sæti Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur.

Í kvennaflokki varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss bikarmeistari, í öðru sæti varð Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur í því þriðja.

Í unglingaflokki sigraði Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og í öðru sæti varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar.

Í A-flokki á SR-OPEN-mótinu sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, annar varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness og í þriðja sæti Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur.

Í B-flokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, unglingurinn Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð annar og í þriðja sæti varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Markviss. 

Jafnframt voru efstu keppendur Skotfélags Reykjavíkur sæmdir Reykjavíkurmeistaratitlum og voru það þau Sigurður Unnar Hauksson og Dagný Huld Hinriksdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert