Íslandsmeistarar krýndir í Kapelluhrauni

Ljósmynd/Rallycrossdeild AIH

Fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins í rallycrossi fór fram um helgina og réðust úrslitin í Íslandsmótinu. Keppnin fór fram á rallycross-brautinni í Kapelluhrauni. 23 keppendur voru mættir til leiks í fjórum flokkum og réðust úrslitin í Íslandsmótinu ekki fyrr en í þessari síðustu umferð.

Úrslit í unglingaflokki, 15-17 ára:

 1. Tinna Elíasdóttir
 2. Þorvaldur Smári McKinstry
 3. Heiða Karen Fylkisdóttir

Þorvaldur Smári endaði sem Íslandsmeistari. Aðeins munaði einu stigi á Þorvaldi og Tinnu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Úrslit - Standard 1000cc:

 1. Árni Gunnlaugsson
 2. Magnús Ragnarsson
 3. Kristófer Daníelsson

Árni Gunnlaugsson endaði sem Íslandsmeistari.

Úrslit - 2000cc flokkur:

 1. Vikar Sigurjónsson
 2. Guðmundur Elíasson
 3. Skúli Pétursson

Vikar Sigurjónsson varð Íslandsmeistari. 

Úrslit - 4x4 flokkur:

 1. Trausti Guðfinsson
 2. Jón Óskar Hlöðversson
 3. Alexander Kárasson

Trausti Guðfinnsson varð Íslandsmeistari 

Þótt Íslandsmótinu sé lokið er ennþá eftir tveggja daga bikarmót sem fer fram síðustu helgina í september. Hér að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni. 

mbl.is