Djokovic í undanúrslitin

Novak Djokovic fagnar sigri sínum í nótt.
Novak Djokovic fagnar sigri sínum í nótt. AFP

Serbinn Novak Djokovic tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitunum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis.

Djokovic, sem í tvígang hefur sigrað á þessu móti, hafði betur gegn Ástralanum John Millman í þremur settum 6:3, 6:4 og 6:4 og er í undanúrslitunum á opna bandaríska meistaramótinu í 11. sinn.

Djokovic mætir Japananum Kei Nishikori í undanúrslitunum. Nishikori sló Marin Cilic út í átta manna úrslitunum en Cilic hrósaði sigri gegn Japananum í úrslitunum á opna bandaríska meistaramótinu fyrir fjórum árum.

mbl.is