Óvíst hvort styrkurinn er nægilegur

Stefán Árnason þjálfari, til hægri, ásamt Ólafi Jóhanni Magnússyni.
Stefán Árnason þjálfari, til hægri, ásamt Ólafi Jóhanni Magnússyni. Ljósmynd/KA

KA öðlaðist keppnisrétt í efstu deild eftir umspilsleiki um sætið í vor og mun að margra mati eiga við ramman reip að draga í hópi bestu liða deildarinnar í vetur.

Leikmannahópur liðsins er eins og hjá hinu Akureyrarliðinu ekki mjög stór. Hins vegar hefur liðið það með sér umfram sveitunga sína í Akureyri handboltafélagi að undirbúningurinn hefur gengið klakklaust. „Við teljum okkur vera á finni leið,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA-liðsins, við Morgunblaðið í gær.

Stefán er á öðru ári með KA-liðið. Hann fékk nasaþefinn af handbolta í efstu deild sem þjálfari þáverandi nýliða, Selfoss, veturinn 2016 til 2017 og er þar af leiðandi reynslunni ríkari.

Flestir leikmenn KA-liðsins, að minnsta kosti af þeim 16-18 sem reiknað er með að mest muni mæða á, hafa reynslu af leik í efstu deild. Meðal þeirra eru markvörðurinn Jovan Kukobat, Andri Snær Stefánsson, Sigþór Árni Heimisson, Jón Heiðar Sigurðsson og Daníel Matthíasson að ógleymdum reynslumönnunum Heimi Erni Árnasyni og Einari Loga Friðjónssyni. Sá síðarnefndi kom nokkuð við sögu í leikjum KA í næstefstu deild í fyrra eftir að hafa lítið leikið í tvö ár. Hvort hann hefur burði til þess að leika heilt tímabil í Olísdeildinni verður að koma í ljós. Sömu sögu er að segja um Heimi Örn, sem hafði að mestu snúið sér að dómgæslu þegar honum snerist hugur í fyrra og hann tók fram klístrið á nýjan leik.

Sjá alla grein­ina um KA í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag en næstu daga er fjallað um liðin í Olís-deild karla í hand­knatt­leik

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert