„Ég elska þig“

Naomi Osaka mundar tennisspaðann í undanúrslitaleiknum í nótt.
Naomi Osaka mundar tennisspaðann í undanúrslitaleiknum í nótt. AFP

„Ég elska þig,“ sagði hin japanska Naomi Osaka við Serenu Williams skömmu eftir að hafa tryggt sér sæti í úrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis fyrst allra japanskra kvenna í nótt.

Hin 20 ára gamla Osaka hafði betur á móti Madison Keys í tveimur settum, 6:2 og 6:4, í undanúrslitunum í nótt og mætir Serenu Williams sem stefnir á að vinna sitt 24. risamót. Serena vann öruggan sigur á hinn lettnesku Anastasiju Sevastovu, 6:3 og 6:0.

Osaka var aðeins þriggja mánaða gömul þegar Serena komst í úrslit á sínu fyrsta risamóti en sú japanska er yngsti spilarinn sem kemst í úrslit á opna bandaríska meistaramótinu frá árinu 2009 en Caroline Wozniacki var 19 ára þegar hún lék til úrslita á mótinu fyrir níu árum.

mbl.is