SA vann SR í ellefu marka leik

SA hafði betur á móti SR í dag.
SA hafði betur á móti SR í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

SA hafði betur á móti SR í Skautahöll Reykjavíkur í Lýsisbikar karla í íshokkíi í dag, 8:3. Um er að ræða fyrsta skipti sem leikið er í bikarkeppninni í íshokkíi hér á landi.

Staðan eftir jafnan fyrsta leikhluta var 2:1 fyrir SA, en eftir þriðja leikhlutann var staðan orðin 5:1 og síðasti leikhlutinn nánast formsatriði fyrir Íslandsmeistarana. 

Rúnar Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir SA og þeir Jussi Sipponen, Thomas Stuart-Dant, Andri Már Mikaelsson, Ingvar Þór Jónsson, Kristján Árnason og Jóhann Leifsson eitt mark hver. 

Miloslav Racansky, Styrmir Maack og Alexey Yakolev skoruðu mörk SR. Fyrsti leikur keppninnar fór fram í gær og hafði Björninn þá betur á móti SR, einnig 8:3. Björninn og SA mætast svo annað kvöld í Egilshöll. 

mbl.is