Björninn sterkari en meistararnir

Kristján Albert Kristinsson skoraði þrjú mörk.
Kristján Albert Kristinsson skoraði þrjú mörk. Ljósmynd/Stefán

Björninn hafði betur á móti SA í Lýsisbikarnum í íshokkíi í dag, 6:3. Björninn er því með tvo sigra úr tveimur leikjum keppninnar til þessa en SA er með einn sigur og eitt tap. 

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 3:2, SA í vil. Edmunds Induss kom Birninum í 1:0 en Thomas Stuart-Dant jafnaði skömmu síðar. Falur Birkir Guðnason kom Birninum aftur yfir áður en Hafþór Andri Sigrúnarson skoraði tvisvar og sá til þess að SA var með forystu eftir fyrsta leikhlutann. 

Eftir það var Björninn hins vegar sterkari aðilinn. Kristján Albert Kristinsson jafnaði fyrir Björninn snemma í öðrum leikhluta og skoraði hann aftur á 30. mínútu og kom Birninum í 4:3. Andri Már Helgason bætti við fimmta markinu og Kristján Albert skoraði þriðja markið sitt í blálokin og gulltryggði góðan sigur Bjarnarins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert