Guðfinnur þriðji á heimsmeistaramóti unglinga

Guðfinnur Magnússon nældi sér í bronsverðlaun á heimsmeistaramóti unglinga í kraftlyftingum í Potchefstroom í Suður-Afríku um helgina.

Guðfinnur lyfti 380 kg í hnébeygju, 275 kg í bekkpressu og 290 kg í réttstöðu. Hann hafnaði þar með í þriðja sæti með samanlagt 945 kg í þyngd. Efstur var Andrii Shevchenko frá Úkraínu með samanlagt 1.025 kg og annar varð Akos Labat frá Slóvakíu með 982,5 kg.

Ljósmynd/Sigurjón Pétursson
mbl.is